Landsfundur - Dagur 1
Ég sótti Landsfund Samfylkingarinnar í dag. Ætlunin er að prófa að sitja heilan landsfund og taka þátt í málefnastarfi. Ég hef verið meðlimur frá stofnun flokksins en aldrei starfað neitt. Nú skal prófa. Dagurinn var misjafn. Fundurinn byrjaði vel. Umgjörðin falleg, loftbólur á sviðinu og salurinn fullur af fólki. ISG stóð undir væntingum en ég missti af Guðmundi Andra. Biðröðin í skráningu var svo fj. löng og hæg. Finn ræðuna vonandi einhvers staðar á netinu. Svo hófst málefnastarfið.
Ég valdi hóp sem kallast Efnahagsleg endurreisn. Árni Páll og Sigríður Ingibjörg stjórnuðu stórum hópi af röggsemi og sáu til þess að allir fengu orðið. Ég kom að athugsemd um bankana og önnur fyrirtæki sem komin eru í fangið á ríkinu. Inn í drögin sem fyrir fundinum lágu vantar áætlun og markmið um að koma þeim úr höndum ríkisins. Það verður að vera ofarlega á verkefnalista næstu ríkisstjórnar. Mér sýnist skjaldborgin um heimilin vera risin. Forsenda endurreisnar efnahagslífsins er nú að koma rekstargrundvelli undir fyrirtækin og af höndum ríkisins.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home