Aftur á lappir
Stóð upp úr lasleikanum á miðvikudaginn og mætti í vinnuna. Er að reyna að vinna upp tafirnar og er auk þess kominn á kaf í jólaundirbúning. Keypti skötuna í dag, lagði drög að kjötinu sem snæða skal um áramót og bakaða smákökur í kvöld undir vökulum augum mæðgnanna. Þín verslun fær sérstakt hrós. Þvílíkur munur að eiga svona kaupmenn við bæjardyrnar.
1 Comments:
Hér kemur fyrsta commentið: Gaman að sjá að pabbi sinn er farinn að blogga. Heyr, heyr!
Skrifa ummæli
<< Home