Jólin á leiðinni
Við hjónin fórum í jólakaupaleiðangur í Kringluna í gær. Ég fékkst sem sagt til þess að versla jólagjafir í Kringlunni í vitna viðurvist. Mér er greinilega að förlast. En sem ábót fórum við í Barnasmiðjuna í Grafarvogi og ég fékk að skyggnast bakatil. Það er mikið ævintýraland. Í dag fórum við svo í Árbæjarsafn með Hugrúnu Gretu, en hún gisti hjá okkur um helgina. Og ég er að setja upp jólaseríur á svalir og í tré og runna. Þær endast dapurlega stutt þessar með mörgu litlu ljósunum. Eins gott að þær eru ódýrar fyrir okkur sem kaupum. Maður þarf helst að endurnýja árlega. En hvað vinnuhendurnar (les: börnin) austur í Asíu, sem setja þær saman fá í kaup?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home