Skiptast á skin og skúrir
Komst í tvær skötuveislur þessa helgina. Á laugadag hjá ÍFR og svo hér heima á sunnudag. Virkilega hægt að gleðjast yfir því. Vonbrigðin urðu svo í morgun þegar jólaserían sem ég lagði svo snyrtilega í reynitréð á laugardaginn var komin í hengla eftir hvassviðri helgarinnar. En síðan varð aftur gaman þegar Dagur tilkynnti framboð. Ég hlakka til að kjósa hann í 1. sætið hjá Samfylkingunni.
1 Comments:
Áfram Dagur og vonandi þýðir sigur hans að Stefán Jón dragi sig út úr politík og fari aftur í útvarpið og Steinunn Valdís fari bara eitthvað annað.
Skrifa ummæli
<< Home