fimmtudagur, janúar 19, 2006

"Víst hafa skattarnir lækkað,

menn eru bara lengur að vinna fyrir þeim". Sagði Albert Guðmundsson eitt sinn þegar hann var fjármálaráðherra og var orðin rökþrota þegar blaðamaður spurði hann dálítið ákveðið. Hið sama má lesa úr orðum Árna Matt í Mogganum í dag og "Bjargvætturinn" sagði fullu fetum í dag við Þorfinn Ómarsson að það hefði verið með ráðum gert að auka tekjur ríkissjóð á undanförnum árum. Samt hafa stjórnarherrrarnir klifað á því að skattar hafi lækkað. Skyldi þeir halda því á fram eftir fréttina frá OECD í dag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home