fimmtudagur, janúar 19, 2006

"Víst hafa skattarnir lækkað,

menn eru bara lengur að vinna fyrir þeim". Sagði Albert Guðmundsson eitt sinn þegar hann var fjármálaráðherra og var orðin rökþrota þegar blaðamaður spurði hann dálítið ákveðið. Hið sama má lesa úr orðum Árna Matt í Mogganum í dag og "Bjargvætturinn" sagði fullu fetum í dag við Þorfinn Ómarsson að það hefði verið með ráðum gert að auka tekjur ríkissjóð á undanförnum árum. Samt hafa stjórnarherrrarnir klifað á því að skattar hafi lækkað. Skyldi þeir halda því á fram eftir fréttina frá OECD í dag.

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Þjórsárverum bjargað

Sókn virkjunarmanna inn á hálendið var stöðvuð af Borgarstjórn í dag. Nú er bara að reka flóttann. Ég spái því að tími stórvirkjana á hálendinu sé liðinn og eftir 10-20 ár verði Kárahnjúkavirkjun almennt talin meirihátta umhverfisslys.

föstudagur, janúar 13, 2006

Hert viðurlög

Sigurður Kári ætlar að leggja fram frumvarp um verulega hert viðurlög við meiðyrðum. Ef ég skil rétt er þetta breyting í þá átt sem tíðkast hefur í Bretlandi og kom Hannesi Hólmsteini illa í koll á síðasta ári. Ýmsir gildir álitsgjafar voru lítt hrifnir af þeirri meðferð sem Hannes fékk þá. Hvaða álit skildu þeir hinir sömu hafa á frumvarpi Sigurðar Kára?

föstudagur, janúar 06, 2006

Liðstyrkur

Það gleður mitt kratahjarta þegar kvarnast úr vinstri grænum. Ég ætla að setja hana Björk Vilhelmsdóttur í gott sæti.