sunnudagur, nóvember 27, 2005

Gísli Marteinn alltaf góður

Heyrði hluta af Silfri Egils í dag. Egill spurði hvernig ætti að fá stjórnvöld til þess að taka aftur rangar ákvarðanir. Var með Hringbrautina og LSH í huga. Gísli Marteinn svaraði með ræðu um "Minn Garðabæ"!! Synd að hann skuli ekki vera borgarstjórakandidatinn. Annars er Egill orðinn svo þröngsýnn og einstrengingslegur uppá síðkastið. Hann er kominn með Hringbrautina á heilann!

laugardagur, nóvember 26, 2005

Skyldi ég geta bloggað

Loksins lét ég verða af því að blogga. Skyldi það endast. Mér tókst að hætta að reykja í þriðju tilraun. Sjáum til